Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 apríl 2007

Framhaldssagan af sjúklingnum

Álit okkar á sænskum læknum er ekki að aukast. Því síður. Eftir rúmlega tveggja vikna pencilínkúr fór Hilmir að ókyrrast. Einhver kvefvírus kom í kauða sem pencilínið var ekki einusinni að reyna að slást við. En hóstinn góðkunningi okkar bankaði uppá aftur. Og það á nóttunni ! Aumingja Hilmir fékk hóstakast um leið og hann slakaði á. Það voru semsagt vaktaskipti hjá okkur Ingó tvær nætur. Svo gáfumst við upp og fórum á barnalæknavaktina á spítalanum.
Þar var okkur sagt að hætta bara með hann á pencilíninu (jafnvel þó það væri vika eftir af skammtinum) og gefa honum tvöfaldan alvedonskammt (jafnvel þó hann væri ekki með hita eða verki) ásamt því að hækka undir höfuðgaflinn á rúminu.
Þeir vildu ekkert tala við okkur um hvort þetta gæti verið astmi eða bakflæði einsog íslenski barnalæknirinn hafði nefnt sem möguleika í ofanálag við lungnabólguna. Nei nei.. enga vitleysu.
Sem betur fer létum við ekki svona útskýringar nægja. Hringdum í íslenska barnalæknirinn til að fá smá viðbótarálit.
Hann sagði að halda áfram með pencilínkúrinn en prófa að gefa honum Gaviscon mixtúru sem oft getur hjálpað við bakflæði.
Sagt og gjört.
Hilmir svaf einsog engill í nótt. Ræskti sig ekki einusinni. Við vöknuðum klukkan 3 og gáðum hvort hann væri ekki örugglega á lífi.
Drengurinn semsagt með bakflæði sem eykst auðvitað þegar hann er búin að vera svona lengi á pencilíni.
Bú á sænska barnalækna.
Hipphúrra fyrir Doktor Sigurði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home