Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

18 júlí 2007

Tveggja orða setningar

Þegar maður er að verða tveggja ára er það stórmál og ákaflega merkilegt að geta aulað útúr sér tveggja orða setningum. Þær eru að verða fleiri og fleiri hjá Hilmi. Setningar einsog "Hilmir borða", "Elísa koma" og "Drekka vatn" skjóta upp kollinum. Jafnvel að þriggja orða setningar fljóti með "Mamma koma ÚT".
Í gær fattaði hann svo að setja forskeytið "ingen" (ekkert/engin) fyrir framan annað orð. Úr því kom "ingen babú". Hann heyrði nefnilega hljóðið af slökkviliðsbíl, hljóp útaf veitingastaðnum sem hann var á með pabba sínum en kom svo vonsvikin tilbaka.

Þeir feðgar eru annars heima við þessa dagana í sumarfríi meðan ég vinn baki brotinu og Elísa er á hestanámskeiði hjá föðurbróður sínum í Riddarhyttan. Næstu viku verður þó stórasystirin komin aftur í bæinn til að gera þeim félagsskap.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home