Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 ágúst 2007

Fjölskylduferð til Riga

Fyrsta alvöru ferðin hans Hilmirs til "útlanda" (teljum ekki heimlandið Ísland eða búsetulandið Svíþjóð með) var farin með stórum stórum báti til Riga um helgina.
Fórum með Kristjáni, Stellu og Áslaugu Eddu þeirra. Laumufarþegann bar svo Stella en þau eiga von á að sá sýni sig í október.

Báturinn sem bar okkur alla leið var jah... áhugaverður ! Hundgamall og ílla við haldinn "Regina Balticum" (Queen of the Baltic). Bar ekki nafn með rentu. En alveg ótrúlegt hvað gekk vel með börnin í svona líka hráslagalegum og fornum aðstæðum. Hilmir sofnaði bæði auðveldlega og einfaldlega báðar næturnar í neðri kojunni í níííðþröngri káetunni (sem hann datt bara einusinni frammúr). Þau Hilmir og Áslaug Edda höfðu svo félagsskap hvort af öðru bæði ofan og neðanþilja en vinsælast var þó boltalandið sem við fundum á fyrsta degi ferðarinnar.

Deginum í Riga var svo eytt í að labba borgina þvera og endilega. Tja, allavega útá markað og aftur tilbaka :) Börnin sváfu af sér það svaðalega útboð af hallærislegum fötum, skóm og smyggluðum varningi sem var að finna á einum stærðsta markað Evrópu. En fengu þó að smakka heimalagaðan plómusafa... sem við gerum fastlega ráð fyrir að hafi verið óáfengur.

Mikið gaman, mikið fjör, stefnum á aðra svona bátaferð í haust og þá kannski til Tallin eða Helsinki.
Slæmu fréttir helgarinnar fengum við svo í dag (sunnudag) hjá lækninum sem kvað Hilmi vera komin með eyrnabólgu enn eina ferðina. Alveg ótrúlegt hvað við erum orðin lúnkin við að sjá hvenær hann er komin með bólgu í eyrun, hann fær aldrei hita eða kveinkar sér að ráði en ýmis önnur kvefeinkenni komu þó í ljós. 10 daga pencilínkúr enn eina ferðina.

Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home