Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

20 ágúst 2007

2gja ára Hilmir Viktor

"Má bjóða þér Smartísið mitt ?" Gæti Hilmir verið að segja á þessari mynd sem var tekin í afmælisveislunni hans þarsíðasta sunnudag. Notuðum tækifærið þegar sem flest af fólki (og börnum) voru í bænum, degi á undan eða degi á eftir hefði nefnilega skipt öllu máli. Helga amma var heiðursgestur enda var hún viðstödd 1. afmælisdaginn líka ;) Afmæliskakan var bananakaka með súkkulaðibúðingskremi og rjóma. Lestarteinar úr smartís og kertalest með tveim ljósum. Að sjálfsögðu var íslenski fáninn líka á kökunni !! (sjá mynd)

Í dag er hins vegar formlegi afmælisdagurinn runnin upp. Hilmir fékk afmælissöng í morgunsárið og svo var tekið vel á móti honum í leikskólanum með hamingjuóskum. Verður ábyggilega sungið fyrir hann aftur og svo fær hann að velja leiki og svoleiðis fyrir deildina sína í tilefni dagsins.
Í kvöld er svo ætlunin að skreyta saman bláberjamúffins og opna pakkana sem eftir eru.
Posted by Picasa

3 Comments:

  • rosalega er tíminn fljótur að líða!! til hamingju með afmælið sæti strákur!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:49 e.h.  

  • Elsku Hilmir Viktor!

    Innilega til hamingju með 2 ára afmælið, vonandi áttirðu voða góðan dag...

    Kveðja, Karen og co.

    By Blogger Unknown, at 11:57 e.h.  

  • Til hamingju með daginn. Ekkert smá flottur.
    Kveðja Ragnheiður og Guðrún Laufey

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home