Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 ágúst 2007

Framfarir á svefnsviðinu

Ótrúlegt stökk sem við tókum með svefninn hjá Hilmi, mjög óvænt og óplanað en einstaklega jákvætt :) Hann er nefnilega farin að sofna alveg sjálfur !!
Nú er hann lagður inní rúmið sitt en í staðinn fyrir að sitja hjá honum þartil hann sofnar "verðum" við að sækja meðalið hans (Gavisconið), svo "verðum" við að fara fram og slökkva ljósin osfrv... osfrv. Hann liggur bara einsog selur í rúminu sínu og hreyfir ekki mótmælum svo framarlega sem hurðin sé opin og hann heyrir í okkur vesenast einhvað frammi. Sofnaður á innan við 10 mín.
Hetjan okkar :)

Í morgun kom hann mér svo hressilega á óvart. Við vorum að labba niðrí bílageymslu og sjáum leigubíl keyra inn götuna og stoppa við anddyrið okkar. Hilmir bendir á hann og segir "kguuujla bílinn". Ég skildi náttlega ekki baun. Dró úr honum snudduna og bað hann að endurtaka. "GUUUULA bílinn!!!" segir hann þá.
Hafði ekki hugmynd um að hann þekkti litina hvað þá gulan. Höfum mest verið að leggja áherslu á blátt og rautt en einhvernvegin virðist þessi litur hafa fests hjá honum.

1 Comments:

  • Fær maður ekki að fara að fá nýjar myndir? :(

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home