Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 október 2007

Skógarferð í haustveðrinu

Í gær lögðum við af stað í stuttan labbitúr með nesti og nýja skó... ferðin átti að vera stutt og laggóð en endaði í tveggja tíma skógarferð og heimkomu rétt undir klukkan 6 að kvöldi til. Við komumst nefnilega að því að Hilmir er algjör skógarálfur og elskar að labba um göngustíga, klifra í trjám og vellta sér um í grasinu. Hann gekk og hljóp sjálfur í heilan klukkutíma og varð alveg brjálaður þegar við, uppgefnir foreldrarnir, buðum honum að setjast í vagninn svo við gætum nú drifið okkur heim á leið.....
Sem betur fer erum við heppin að heimilið liggur alveg við Järvafältet sem er gríðarstórt náttúrusvæði með fullt af gönguleiðum og skóglendi. Hérna eru meira að segja kusur á beit !
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home