Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 ágúst 2007

Hilmir er orðin Kottenstrákur

Nýji leikskólinn heitir Igelbäcken og deildin hans þar Kotten. Hann er núna orðin fullkomlega innskólaður þar og það vel :) Bara einsog hann hafi alltaf verið þar ! Okkur var boðið uppá "hraðinnskólun" sem fólst í fáum en lööööngum dögum þar sem ég var með honum frá 9-14 fyrstu dagana. Frekar intensívt prógram en tókst alveg ljómandi vel. Frá þriðja degi var hann svæfður af nýju fóstrunum sínum og sofnaði barasta sjálfur ! Þær hrósa honum á hverjum degi yfir hvað hann sé duglegur að hlýða, sofnar sjálfur, borðar vel og snyrtilega (löngu hættur að nota smekk) og leikur sér af hjartans lyst daginn út og inn.
Það eina sem er og hefur alltaf verið erfitt fyrir Hilmi er að kveðja á morgnana. Núna er Ingó tekin við því hlutverki svo kannski á það eftir að ganga betur. Hann er ekki alveg jafn dramatískur við pabba sinn og það er gott ;)

Í öðrum þroskafréttum má segja frá því að honum fleytir áfram í tali og teikningu. Hann er núna farin að teikna "hluti", þ.e.a.s farin að átta sig á því að hluti og hreyfingar sé hægt að formgera á blaði. Vandar sig t.d. alveg svakalega við að draga línur, hringi og doppur í kuðli og kemur svo stolltur til okkar og segir "MÓTORHJÓL!"
Þarf að taka mynd af svoleiðis einhverntíman og birta hérna til að sýna (monta). Við bíðum ofurspennt eftir fyrstu höfuðfætlunni (4 ára).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home