Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 september 2007

Homies alonies

Enn eina ferðina fáum við Hilmir að "njóta" þess að vera ein heima. Held að Hilmir njóti þess nú reyndar meira en ég þar sem hann fær óskipta athygli móður sinnar 24/7. Spyr nú samt eftir pabba sínum á morgnana svona til að tékka hvort kallinn gæti hafa dúkkað upp í skjóli nætur.
Sem betur fer er ég að læra heima svo ég næ að taka aðeins til, versla og þvo inná milli bókarkaflanna.

Til þess að okkur leiðist ekki alltof mikið skipulagði ég smá dagskrá eftir leikskóla handa okkur sem fólst meðal annars í því að hitta Eika vin og leika ásamt því að hitta íslenska nágranna hér í Kista. Bæði skiptin enduðu með því að við vorum úti við til klukkan að ganga sex og þá ekki nema furða að Hilmir steinsvaf sem aldrei fyrr, 11-12 tíma á nóttu takkfyrirkærlega. Alveg búin á því eftir útiveruna en það er nú bara hið besta mál finnst mér. Mar fær aldrei nóg af fersku lofti.

Á leikdeitinu með Eika varð smá hjólaslys. Hilmir ekki alveg að ráða við að bremsa þríhjólinu og lét sig húrra, með lappirnar útí loftið, niður brekku sem er þarna við leikvöllinn. Endaði face down á malbikinu og ég sá fyrir mér skrápað andlitið, tennurnar dottnar úr og blóð útum allt ! En það var nú alls ekki svo slæmt, bara risakúla og smá skrapsár á henni. Ekkert blóð einusinni og Hilmir var fljótur að jafna sig og stíga aftur á hjólið. Hann lærði þarna dýrmæta lexíu og passaði sig vandlega á öllum brekkum sem vísuðu niðurávið það sem eftir lifði dags.

1 Comments:

  • HAHA! :D "það sem eftir lifði DAGS" :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home