
Loksins tókst okkur að fara á Skansen að skoða dýrin með Hilmi. Þar er að finna svona "petting zoo" þar sem börnum er boðið að koma og klappa og knúsa dýrunum. Geitunum réttara sagt. Flestallar voru voða krúttulegar og leyfðu börnum að klappa sér mis-fast.
Hilmir stóð lengi og klappaði þessari. Eftir smá stund fór hann að spá í þeim enda sem hann stóð við. Nú... ef hún er ekki í bleyju hvað ætli sé þá þarna undir dindlinum ?
1 Comments:
HAHA! greinilegt að hér er lítill vísindamaður á ferð! :D með hendurnar á hnjánum og allt, meiriháttar mynd!
By
Nafnlaus, at 5:50 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home