Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 september 2007

Haustið komið til okkar

Fer ekki framhjá manni að haustið sé komið til að vera. Búin að pakka niður öllum stutt-fötum (stuttermabolir, stuttbuxur osfrv) og sandölum og draga fram öll nýju girnilegu haustfötin. Hans Hilmirs þ.e.a.s, við fullorðna fólkið drögum bara fram "haust/vetrar" kassann og endurnýjum kynnin.
Haustveðrinu fylgir líka allt það sem Hilmir HATAR fatakyns. Þá er regngallinn efst á lista þar, næst koma þykkar peysur og vettlingar. Gúmmístígvélin eru hinsvegar einstaklega vinsæl og þá sérstaklega innanhúss.

Hilmir tók annars uppá því í dag að heillast af rigningunni. Þá á ég ekki við því þegar droparnir detta ofanúr himnum heldur því þegar þeir safnast saman í polla á gangstéttinni. Ekki það að hann hafi verið þyrstur heldur tók einhver eðlislæg forvitni við þegar hann vildi endilega sleikja laufblaðið sem hafði legið á bólakafi í pollinum. Það nægði þó engan vegin til að svala þörfinni því þegar ég tók af honum laufblaðið og bannaði honum að sleikja það hljóp hann bara að næsta polli, kraup á fjóra fætur og gerði sig líklegan til að teyga bara beint "úr kúnni".
Hann setti svo bara upp prakkarasvipinn þegar ég snarbannaði honum þetta. Ég afvegaleiddi með sandkassaleik.
Stuttu seinna sá ég hann svo sleikja rennibrautina.
Á misjöfnu þrífast börnin ?
Sá verður gaman þegar snjórinn kemur. Sé fyrir mér mikið snjóát. Þarf bara að kenna honum þetta með gula snjóinn..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home