Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 ágúst 2007

Háskólanámið : Lokaupdate

Í morgun fékk ég það á hreint hvaða nám það er sem á byrja á við Stokkhólmsháskóla. Komst sumsagt EKKI inn í draumanámið en ég hafði þegar verið tekin inn í kúrsinn "Arbetsliv och Arbetsmarknad" sem er mjög svipaður hinu svo ég byrja bara þar og sé svo til með framhaldið. Hvort ég klári það þriggja ára nám sem AA-námið er eða reyni aftur að sækja um draumanámið (PAO) eftir áramót ætla ég bara að taka ákvörðun um þegar líður á haustið.
Kom mér mikið á óvart hversu óhemju vinsælt þetta blessaða PAO nám er. Voru cirka 800 manns sem sóttu um og 80 sem hefja námið svo að lokum. Ég var í upphafi nr 10 og svo nr 6 á biðlista en alls voru 14 úr mínum hóp (högskoleprov + atvinnulífsreynsla) sem komust að. Sá það strax að ef ég hefði ekki tekið högskoleprófið á sínum tíma hefði ég ekki átt veika von að komast að. Spurning hvort sú von aukist ef ég sanka að mér einhverjum háskólapoints.
Flóknar pælingar !

Dáldið svekkjó en einhverstaðar verður maður nú að byrja og sá tími sem maður eyðir í háskólanám, sama hvað það er, er varla tapaður tími... eða hvað ? ;)

Ef einhver er að spekúlera "jah... hvað er þetta AA nám nú eiginlega?" þá er hægt að lesa nánar um það hér.

2 Comments:

  • Þá er það komið á tært og þú byrjar bara á fullu.
    Kveðja þín mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:47 f.h.  

  • Maður tapar aldrei á því að læra! :) velkomin í skólastelpuhópinn bara ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home