Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 september 2007

Hilmir 25 mánaða

Rosalega er langt síðan ég hef gert svona stöðukynningu á Hilmi. Nú verður úr því bætt. Hann er í dag 2gja ára og 1 mánaða gamall.
Hilmi finnst gaman að;
- hjóla á þríhjólinu sínu úti, ef það er ekki í boði hjólar hann bara á því í hringi inní íbúð. Í skónum að sjálfsögðu... betra grip ;)
- "elda" í sandkassanum með kaffibollasettinu sínu. Hann eldar helst jógúrt, pizzu og ís.
- taka pulluna af sófasettseyjunni og nota hana sem trampólín
- vera bleyjulaus
- horfa á sjónvarpið, Little Einsteins er í stóóóru uppáhaldi, næst á eftir því kemur Latibær á sænsku. Við kunnum textana við lögin úr því. Sorglegt en satt.
- sitja í sjónvarpsstólnum sínum og borða "kex". Kexið er sykurlaust morgunkorn með epla og kanilbragði sem mér finnst óætt. He loves it !

Hilmi finnst leiðinlegt að;
- fara í regnföt
- þvo sér um hendurnar
- fara oní baðið
- fara uppúr baði (millistigið er bara gaman)
- fá ekki að hoppa í sófanum þar sem hann er í heimsókn
- fá ekki það sem hann vill. Öskrar einsog api til að tenja grensurnar. Virkar ekki. So far.

Algengustu setningar og orð;
"prósít" (þegar einhver hnerrar, svona sænskt "guð hjálpi þér")
"Du tiiiingest" (Mikka Mús-setning)
"út að labba"
"hvaaaar er kisan?"
"hoppa!!!"
"müsli"

Þrokabraut;
- hjólar á þríhjóli
- hoppar jafnfætis
- teiknar "hluti" og "bókstafi"
- telur uppað 10
- hefur afburðargott jafnvægisskyn og álíka góða boltaleikni
- sofnar sjálfur

Við erum frekar montin af honum náttlega ;)

1 Comments:

  • náttúrulega bara AFBURÐA gáfað barn ;) hefur því ekki verið haldið fram frá byrjun ;) og fjallmyndalegur í þokkabót ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home