Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 október 2007

Og hjólajól it is......


Þessi pæling með hjólajólin (sjá færsluna fyrir neðan) var ekki lengi í bígerð í hausnum á okkur Ingó. Skelltum okkur í hádeginu í dag og keyptum fallegt blátt hjól handa Hilmi (sjá mynd). Nebblegast útsala í gangi þessa dagana svo að (mínum) hagsýna hætti ákváðum við bara að kaupa gripinn strax og geyma til jóla. Sem betur fer les Hilmir ekki þetta blogg og myndi hvort eð er ekki skilja það ef einhver myndi reyna að kjafta því í hann hver hjólajólaplönin væru ;)
Við erum annars alveg að farast úr spenningi að "þurfa" að bíða eftir að gefa honum hjólið. Snjórinn er hinsvegar alveg að fara að koma svo það yrði dáldið antíklimax ef hann fengi að prófa það strax og þyrfti svo að bíða. Betra að bíða bara eftir að snjóinn leysi.
Nýjasti orðaforðinn þessa dagana er annars:
"Hih... fá vatn" (já... hann virðist kalla sjálfan sig Hih)
"þú/du líka" (farin að fatta þetta með þú og ég)
"hejsan... va gör ni ?... heheheh" (þessi kemur út einsog samtal en ég efast um að hann viti hvað hann er að spyrja að.. .bara svona smá kurteisishjal í drengnum með tilheyrandi hlátri í lokin)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home