Alvöru stórustrákahjól !

Fórum nefnilega öll saman út að leika í morgun og fundum alvöru tvíhjól (með hjálparadekkjum) í reiðileysi fyrir utan einn leikskólann hérna í nágrenninu. Fengum það aðeins að láni til að gá hvort Hilmi tækist að hjóla á því og jújú... viti menn.... tók hann ekki margar mínútur að tækla þessa þraut.
Við foreldrarnir erum alvarlega að hugleiða hvort þessi jólin verði hjólajól ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home