Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 janúar 2008

Aðskilnaðarkvíði í stórum stíl

Hilmir var tæpar 3 vikur í fríi úr leikskólanum sínum áður en hann fór þangað aftur á mánudaginn. Það var erfitt og mikið grátið. Hann einfaldlega vildi EKKI að við skildum hann eftir. Það var því tárvotur strákurinn sem var skilinn eftir í öruggum faðmi uppáhalds fóstrunar sinnar og samanbitnir foreldrar (full angistar og sektarkenndar að sjálfsögðu) sem lokuðu á eftir sér hurðinni þennan mánudagsmorguninn. Þriðjudags - og miðvikudagsmorgnar hafa verið eiginlega alveg jafn erfiðir.
Í gær heyrðum við hann tala við sjálfan sig uppí rúmi þegar hann var að sofna; "Ekki dagis mamma, nei, ekki dagis, heima, heeeeiiima" og svo tekur við spjall um bílana og afskornu blómin sem pabbi keypti.
Sem betur fer eru fóstrurnar duglegar að láta okkur vita að hann snarhættir að gráta um leið og við keyrum af bílaplaninu. Restin af deginum hans er hann syngjandi og dansandi einsog venjulega, sefur og borðar vel. Svo ekki liggur þetta djúpt hjá honum greyinu.
Væntanlega líður þetta hjá einsog allt annað.... þessi "líða hjá" tímabil eru bara erfiðust á meðan á þeim stendur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home