Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 janúar 2008

Komin heim *dæs*

Og þá erum við komin heim til Svíþjóðar aftur. Alltaf gott að koma heim þó það sé erfitt að kveðja fjölskylduna og landið góða.... þó að veðrið hafi nú alveg rekið okkur til Svíþjóðar. Var búið að vera rok og rigning í fleiri daga á Íslandi og þegar við vöknuðum í Stokkhólmi í morgun var allt snjóhvítt og fallegt.
Hilmir var til algjörrar fyrirmyndar í fluginu, sofnaði í fanginu á mér í flugtaki og vaknaði klukkustund síðar akkúrat passlega til að borða heimasmurða nestið. Svo var bara horft á bíó í ferðatölvunni, leikið sér að bílum og skoðað útum gluggann þartil við lentum. Frekar þæginlegt ! Hann réði sér svo varla fyrir kæti að vera komin heim í sitt eigið rúm og eigið dót. Átti frekar erfitt með að sofna enda búin að komast uppá lagið með að fá að vaka lengur yfir hátíðarnar. En það hófst að lokum með smá fortölum og slatta af tárum.
Við höfum nokkra daga til að koma öllu í sitt venjulega horf. Leikskólinn opnar ekki fyrr en á mánudaginn þannig að það verða rólegir heimadagar hér hjá okkur. Stefnum meðal annars á að kaupa nýtt rúm handa drengnum, komin tími til að koma rimlarúminu í geymslu enda er hann fyrir löngu farin að geta klifrað uppúr því.

Nýja árið á eftir að vera atburðarríkt fyrir okkur.
Um páskana stefnum við á að fara til Íslands enda fermist Katrín litlasystir þá. Við erum búin að heita okkur því að fara í alvöru sumarfrí með bæði börnin (Hilmi og Elísu) og stefnum við að öllu óbreyttu á sænskan Svenssonpakka í Tyrklandi í júlí eða ágúst. Elísa kemur svo væntanlega og verður hjá okkur í mánuð í sumar einsog síðast.
Hilmir verður svo þriggja ára í ágúst og fljótlega uppúr því fer hann yfir á eldribarnadeild í leikskólanum. Það verður svaka spennó því honum finnst alveg hrikalega gaman að vera inná þeirri deild (þau fara stundum í heimsókn þangað).
Næstu jól eru óplönuð en það verður erfitt að fara ekki til Íslands enda er voða kósý að vera í fjölskyldufaðminum og leyfa Hilmi að rækta tengsl við land og þjóð.
Ingó er svo með ófáar vinnuferðirnar skipulagðar. París og Seattle svo fátt eitt sé nefnt. Við Hilmir fáum þessvegna þónokkur tækifæri til að sakna pappa í nokkra daga. Ég geri kannski kall í einhvað að ferðapunktunum sem Ingó græðir á þessum vinnuferðum sínum og fæ að fara í húsmæðraorlof í vor... hmmm... aldrei að vita ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home