Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 janúar 2008

Bara sprengja úti,,,

Hilmir fékk að kynnast rakettum, sprengjum og stjörnuljósum lítillega í dag þegar veður lægði seinnipartinn. Honum leist ekkert á þetta dæmi. Skelfingin yfirtók hann að lokum og hann þusti úr öruggum mömmufaðmi beint að útidyrahurðinni og heimtaði að fá að komast inn.
Þegar inn var komið vildi hann varla líta útum gluggann til að sjá tertusprengingarnar hjá nágrannafólkinu hérna í Þverásnum, við reyndum að ítreka að það væru bara sprengjur úti og hann væri því óhulltur.
Hann sannfærðist þó ekki og rauk upp með andfælum stuttu eftir að hann sofnaði loksins, endurtók bara í sífellu "bara sprengja úti!"
Sjáum til hvort hann hafi fest svefn meðan skaupið var sýnt. Vonandi heldur fólk sig bara innivið í þessu ofsaveðri sem er í gangi núna. En þá verður bara væntanlega sprengt enn meir á morgun !

Nota tækifærið hér og nú og óska öllum sem þetta lesa gleðilegt nýs árs með kærum þökkum fyrir árið sem er að líða :)
Með rok og rigningukveðju,
Begga

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home