Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 janúar 2008

Stóri strákurinn sem hjólar á stóra hjólinu og sefur í stóra rúminu


Posted by Picasa


Posted by Picasa Það er ekki laust við að við ofnotum orðið "stórt" hér á heimilinu þessa dagana. Við vorum varla lent eftir jólafríið á Íslandi en jólahjólið hans Hilmis var sett saman og honum það fært við mikla gleði og húrrahróp. Stórustrákahjól handa stóra stráknum okkar. Hann hefur fengið að prufukeyra það útivið í skjóli þarsem ekki hefur snjóað... og já.... svo innivið en hér hjólar hann í hringi á allmiklum hraða. Hjálparadekkin krækjast í hurðakarmana og hægja á honum við og við.

Nokkrum dögum síðar ákváðum við að kaupa loksins margumtalað barnarúm (athugið, ekki ungbarnarimlarúm heldur krakkarúm) handa drengsa sem er fyrir löngu farin að leika fimleikakúnstir við að komast uppúr rimlarúminu sínu. Við foreldrarnir nöguðum okkur í handabökin því að kvöldsvæfingin á Hilmi var eiginlega komin í klessu eftir jólafríið. Vorum því dulítið kvíðin þessari tilfæringu og höfðum (og höfum enn) rimlarúmið á stand-by inní herberginu hans.
En minn maður kom sko á óvart. Hann barasta sofnaði einsog steinn og reyndi ekki einusinni að fara frammúr. (sjá mynd; nóg pláss í nýja rúminu og alltaf kósí að búa sér til koddahús að sofna undir)
Hádegislúrinn var heldur ekkert mál. Né heldur næstkomandi kvöldið. Kallaði meira að segja á mig þegar snuddan datt í gólfið því hann vildi að ég kæmi til að taka hana upp (en fór ekki sjálfur frammúr). Þriðja kvöldið varð að beita hann örlitlu tilltali en það var nú ekkert vesen, fór bara einusinni frammúr og hann sofnaði sjálfur að lokum. Við erum alveg ofurstollt af honum. Stóra stráknum okkar. Sjö-níu-þrettán að þetta haldist svona bara.
Bara verst að hann er ekki enn farin að sýna sömu góðu takta á stórustrákaklósettið. En það kemur bara næst ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home