Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 janúar 2008

Bætt í kúlu- og gatasafnið

Hilmir fékk sitt fyrsta "gat" í kroppinn á sunnudaginn. Gatið var sem betur fer ekki alla leiðina í gegn en ég hélt það þarna fyrstu mínúturnar. Vægt taugaáfall undir mjög svo yfirveguðu yfirborði mömmunnar. Var farin að reikna út í huganum hver fljótlegasta leiðin heim væri svo ég gæti brunað með hann í bílnum uppá spítala að láta sauma, eða hefta, eða hvað sem gert væri þegar neðrivörin væri að fara að detta af !
En það þurfti sem betur fer ekki.
Málið var að hann var að renna sér niður svona risastóra stál-rennibraut... Á MAGANUM!... MEÐ TRAKTOR Í HENDINNI... jújú mikið rétt... en vildi svo ílla til að hann fór á svo mikillri ferð að hann skutlaðist face-fram í sandkassann... og bar fyrir andlitið á sér blessaðan traktorinn. Þannig að einhvernvegin hefur neðri vörin lent á milli tanna og traktors, og gert smá rifu/gat báðum megin holdsins. Blæddi bæði inní munni og utaná. Og sárt grátið.
En sem betur fer hætti fljótlega að blæða og skæla.
Gærdagurinn fór reyndar í stöku skæluhrinu þar sem hann fór að finna fyrir sárinu aftur. Enda á frekar slæmum stað.
Ætli þetta verði fyrsta örið ? Með svona líka gassalegri sögu !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home