Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 janúar 2008

Gulir bílar, grænir bílar, bláir ........

Bílar eru aðaluppistaðan í heilahveli og hugsunum Hilmirs þessa dagana. Alveg ótrúlegt hvað hann getur verið upptekin af þessu og þreytist ekki á því að rukka okkur um (og fá) nýja bíla. Þeir eiga helst að vera úr málmi og í ákveðinni stærð. Svona einsog míní útgáfur af alvöru bílum. Við reynum að vera dáldið pedagógísk í innkaupum á bílunum og höfum þessvegna keypt einn í hvorum lit. Svo teljum við þá reglulega og förum í gegnum litina á þeim.

Fjöldin er ekki enn í hámarki en stefnir í það. Er komin með svona litla bílageymslu (8 stykki) og þurfa þeir helst að vera 3 saman í einu þegar hann ferðast. Bílarnir þurfa nefnilega að vera með honum meðan hann borðar (þá er þeim parkerað hjá disknum), meðan hann horfir á sjónvarpið (parkeraðir við fætur hans og snúa náttlega í átt að því sem verið er að horfa á) og svo... að lokum... meðan hann sefur. Já hann fær að fara með þá uppí rúm. Þá raðar hann (parkerar) þeim snyrtilega við koddann sinn, leggur hendina varfærnislega yfir þá og sofnar. Við fjarlægjum þá að sjálfsögðu stuttu eftir að hann sofnar.
Hann fær að fara með þá á leikskólann en þeir eru látnir "bíða" eftir honum þartil leikskóladeginum lýkur. En hann rukkar um þá meðan ég klæði hann í útifötin !

Mjög sætt en líka dáldið scary. Soldið áráttukennt og í fyrsta skipti síðan hann hitti Meme sem hann hefur tekið svona rosalegu ástfóstri við einhvað.

3 Comments:

  • Meme fær samt enþá að kúra með honum er það ekki? MEGA krútt!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:38 e.h.  

  • Jújújú, í rúminu fyrir utan Hilmi má finna; Meme, KusuMusu, MollyMús... og svo alla bílana... ;)

    By Blogger Begga, at 5:07 e.h.  

  • Doldið sætt! Er hann búinn að sjá myndina CARS! Minn sá CARS og nú heita allir bílarnir hans nöfnum og kalla hvern annan "kompis" og "vinur" Ég er búin að reyna að vekja áhuga hans á dúkkum í þrjú ár en nú gefst ég upp...

    By Blogger Lóan, at 9:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home