Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 janúar 2008

Sunnudagsklúbburinn

Þegar Hilmir skólaðist inn á leikskólanum sínum var það í samfloti með nokkrum öðrum krökkum á svipuðum aldri, við mömmurnar náðum nú aðeins að spjalla meðan á þessu stóð og síðan þá höfum við haldið dáldið samband. Aðallega svona að tala um daginn og veginn þegar við skilum/sækjum börnum, mér hefur verið boðið í heimakynningu hjá einni þeirra og ein hefur komið hingað í pönnsur. Létt og gott en ég er alveg voða þakklát fyrir viðkynninguna því að það er frábært að hafa tengsl við aðra foreldra í hverfinu.

Um daginn, í helgarmorgunútiverunni, þá rákumst við Hilmir á eina mömmuna með stelpunni sinni úti á einum rólóvellinum. Það voru miklir fagnaðarfundir hjá krökkunum því oftast er Hilmir einn að væflast þetta með öðru hvoru okkar Ingó og við erum víst ekkert neitt voðalega skemmtileg svona í lengdina. Þá kom upp sú hugmynd að reyna að hittast með krakkana allavega 1x í viku og urðu sunnudagsmorgnar fyrir valinu.
Búið að vera alveg megaháttar gaman. Hinar mömmurnar slóust í för og nú erum við 4 krakkar og 4 fullorðnir sem eigum stefnumót á stóra leikvellinum í hverfinu.
Nú er þetta loksins farið að líkjast því útifélagslífi sem við áttum í gamla hverfinu okkar (Gärdet). Þar voru oftast leikvellirnir fullir af krökkum og maður var farin að kannast við foreldrana og geta tekið smá spjall meðan krakkarnir léku saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home