Pabbi er í París
Við Hilmir erum enn og aftur homies alonies meðan Ingó brá sér á vinnufund í París. Sem betur fer er það stutt vinnuferð því Hilmir er ekki alveg að sætta sig við að pabbi komi barasta ekkert heim úr vinnunni einsog venja er til.
Útskýringin "Pabbi er í París" virðist heldur ekki vera alveg tæmandi en hann virtist fatta þetta aðeins betur þegar ég sagði að pabbi hefði farið í flugvélinni þangað. Held að hann hafi náð að tengja flugvélaferðina til Íslands því að þá færi maður að heiman... og komi ekki heim alveg strax.
Þetta er nú samt alveg ágætis upphitun fyrir vikulöngu ferðina sem Ingó er að fara til Seattle í febrúar !
Útskýringin "Pabbi er í París" virðist heldur ekki vera alveg tæmandi en hann virtist fatta þetta aðeins betur þegar ég sagði að pabbi hefði farið í flugvélinni þangað. Held að hann hafi náð að tengja flugvélaferðina til Íslands því að þá færi maður að heiman... og komi ekki heim alveg strax.
Þetta er nú samt alveg ágætis upphitun fyrir vikulöngu ferðina sem Ingó er að fara til Seattle í febrúar !
1 Comments:
þið spjarið ykkur áreiðanlega fínt mæðgininn ein heima.
Amma í Þverásnum
By
Nafnlaus, at 6:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home