Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 febrúar 2008

Hafnað á hárgreiðslustofunni

Ég fékk mjög "pena" neitun á hárgreiðslustofunni sem ég fór á í gær. Konan sem augljóslega var líka eigandi stofunnar (og mjög líklega eini starfsmaðurinn) hafði svo augljóslega engan áhuga á að klippa strákinn sem sat þarna óvitandi af höfnuninni í vagninum sínum.
Ekki það að ungi egypski maðurinn á stofunni í götunni okkar klippi hann einhvað ílla... en það bara er oft dáldið subbulegt því hann vandar sig svo mikið að það eru cirka 3 umferðir af smáhárum á bæði mér og Hilmi eftirá. Svo ég ákvað að prófa einhvað nýtt enda nóg af stofum í hverfinu.
Fór þess vegna og bankaði uppá hjá þessari og spurði hvort hún ætti lausan tíma sama dag. Svarið var "nei því miður".
En á fimmtudaginn ? "Nei alveg upp bókuð út vikuna"
Og svo kom pena höfnunin; "ég get eiginlega sagt það hreint út að ég er alveg uppbókuð næstu tvær vikurnar".
Riiiiiight. Hún spurði ekki einusinni hvaða tíma dags ég væri að hugsa um.
Hafði bara augljóslega engan áhuga á svona haus sem ekki þurfti að setja permanent og lit í !

En ég bara þakkaði pent fyrir mig og fer í regnfötum, vel varinn hárum, til Egyptans í næstu viku ;)

1 Comments:

  • bíddu? ferðu ekki með sonin í litun?! hvurslags eiginlega hallærisheit eru þetta í þér ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home