Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 febrúar 2008

Loksins !

Loksins loksins kom vetrarsnjórinn til borgarinnar. Kyngdi svoleiðis niður í gærkvöldi og hætti ekki fyrr en seinnipartinn í dag... en þá tók líka rigningin við svo það var ekki seinna vænna að drífa sig útí brekku með sleðana og nýta tækifærið.
Eiki og foreldrar hans komu til að renna sér með okkur (litla systirinn svaf bara á sínu græna meðan á öllu stóð) og svo var gúffast á kaffi og pönsum eins og skylt er eftirá.

Bílaæðið er komið á nýtt stig hjá Hilmi. Í staðinn fyrir lestur barnabóka á kvöldin er Ingó farin að lesa með honum bílablaðsviðaukann úr Dagens Nyheter. Þar þylja þeir upp allar bílagerðirnar; Audi, Volvo, Peugot... og svo... merkið sem allir þekkja... B-M-Voff !!
Posted by Picasa

2 Comments:

  • Það kom accually 15 stiga frost hérna á föstudagskvöldið! (hélt það bara GÆTI ekki orðið svona kalt hérna), brrrr, langar bara að vera undir sæng þessa dagana

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:07 e.h.  

  • hvernig gengur hjá ykkur þarna home alone? :D ég er alveg á því að þú þurfir bara að fara að flytja heim! þá gæti maður allavega kíkt á þig þegar þú ert svona alein heima!! ;P

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home