Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 febrúar 2008

Sóttur á leikskólann

Í gær var Hilmir sóttur á leikskólann af barnapíunni sinni henni A***u. Fyrsta skiptið sem hún sækir hann þangað (hún náði bara að sækja hann 2x á hinn leikskólann fyrir langa langa löngu áður en flutningarnir komu til). Hann varð voða hissa að sjá hana dúkka upp þarna og var sko alveg til í að fara heim með henni enda var pizza í boði þegar þangað yrði komið. Hann fékk svo að horfa á bílamyndina sína (Cars) þartil við komum heim af okkar mynd, við fórum nefnilega á gamalmennasýningu (klukkan 3 að degi til) á sænska stórvirkið "Arn Tempelriddaren". Vorum definetly yngsta fólkið á þeirri sýningu fyrir utan 12 ára strákinn sem var þarna með ömmu sinni.
Í morgun þegar við vorum að fara á leikskólann spurði Hilmir mig "A***a koma svo sækja?". Fer ekki á milli mála að hún er dáldið uppáhald hjá honum ;)

En já til að svara kommenti hér að neðan frá Söru systur; nei, við erum ekki homies alonies ennþá. Ingó fer af landi brott (til Seattle á tölvunördaþing) á laugardagsmorguninn og þá hefst einsamvera okkar Hilmis. Erum búin að bjóða okkur sjálfum í fullt af matarboðum, heimsóknum og fleira svo vonandi leiðist okkur ekkert alltof mikið....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home