Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 febrúar 2008

Homies alonies - february edition

Er að koma að lokum þessarar einsemdarviku okkar Hilmirs. Hann er alveg hættur að leita að pappa sínum á morgnana eða kalla eftir honum þegar við komum innum útidyrnar eftir leikskólann ("hææææ pabbiiii" er staðalkallið). Finnst rosa stuð að heyra í honum í símanum á kvöldin, vill þá gjarnan að við tökum símann með okkur uppí rúm og lesum öll saman bílablaðið. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að pabbi sjái ekki gegnum símtólið. Þvílíkt tæknisinnaður. Algjört tvöþúsundaldarbarn.

Ég þakka guði fyrir að við séum með barnapíuna á standby. Hún sótti Hilmi í leikskólann í gær þegar ég fékk mígrenikast um hábjartan dag niðrí miðbæ og rétt náði að koma mér heim áður en ég ældi.
Hilmir virtist á einhvern furðulegan hátt gera sér grein fyrir höfuðfötlun mömmu sinnar þetta kvöldið. Strauk mér um hausinn og fullvissaði mig um að þetta yrði allt í lagi... "ingen fara mamma..."
Stóla bara á það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home