Meira af bling bling-Hilmi
Gleymdi að láta föstudagssöguna fylgja með skónum hér í fyrra innleggi. Það hefur allavega aldrei farið milli mála að Hilmi þykji gaman að dansa, oft sem við setjum í gang "100 íslensk barnalög" eftir kvöldmatinn og svo er haldin fjölskyldudanshátíð frammað háttatíma.
En á föstudaginn kom ný dýpt í málið.
Við mæðgin sátum í sófanum og vorum að horfa pínu á sjónvarpið áður en Hilmir fór uppí rúm... og þá byrjaði skemmtiþátturinn "Let´s Dance". ... drengurinn var ekki lengi að hlaupa inní herbergi og sækja kjólinn sinn (maður verður að vera í kjól þegar mar dansar) og úr varð hálftíma langt dans maraþon þar sem mér var harðbannað að setjast niður (enda var ég danspartnerinn hans í einu og öllu).
Notaði tækifærið í næstsíðasta auglýsingahléinu og sannfærði hann um að þátturinn væri búin svo ég gæti nú komið honum uppí rúm. Hann sofnaði 2 mín seinna algjörlega úrvinda og súpersæll.
Hilmir hefur definetly verið svona dansiballsgaur í fyrra lífi. Svona sem fór á öll sveitaböllin og bauð gellunum upp... íklæddur glimmerskóm !
En á föstudaginn kom ný dýpt í málið.
Við mæðgin sátum í sófanum og vorum að horfa pínu á sjónvarpið áður en Hilmir fór uppí rúm... og þá byrjaði skemmtiþátturinn "Let´s Dance". ... drengurinn var ekki lengi að hlaupa inní herbergi og sækja kjólinn sinn (maður verður að vera í kjól þegar mar dansar) og úr varð hálftíma langt dans maraþon þar sem mér var harðbannað að setjast niður (enda var ég danspartnerinn hans í einu og öllu).
Notaði tækifærið í næstsíðasta auglýsingahléinu og sannfærði hann um að þátturinn væri búin svo ég gæti nú komið honum uppí rúm. Hann sofnaði 2 mín seinna algjörlega úrvinda og súpersæll.
Hilmir hefur definetly verið svona dansiballsgaur í fyrra lífi. Svona sem fór á öll sveitaböllin og bauð gellunum upp... íklæddur glimmerskóm !
1 Comments:
Ekkert smá flottur drengurinn! Kannski að hann taki sig til og bjóði Emilíu upp í dans um páskana, páskadans. Hún er ágætur dansari og enn betri hoppari, væri gaman að sjá þau taka snúning saman ;=) //Iris
By
Nafnlaus, at 3:03 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home