Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 febrúar 2008

Strákar þurfa líka að fá að vera fínir



Það er alveg ótrúlegt hvað spariskór á stráka eru.... BORING ! Í alvöru talað ! Það eru litir á borð við.... svart og... svart. Maður getur fengið þá í tvennskonar útgáfum; matt-svart eða lakk-svart.
Get sannað mál mitt hér .
Við erum nebblega á leið í fermingartörn um páskana svo mér fannst við hæfi að Hilmir fengi eigin spariskó svo hann þyrfti ekki að trampast um á gömlu allt of stóru silfurskónum sem hann var í um jólin.
Var ást við fyrstu sýn þegar hann sá þessa glimmerskó (sjá mynd) í H&M. Tók brjálæðiskast þegar hann fékk ekki að vera í þeim í lestinni á leiðinni heim en lét sig huggast við að fá að hafa þá á höndunum einsog vettlinga í staðinn. Það var svo stór stund þegar heim var komið og hann fékk að setja þá á fæturnar.

Hann á eftir að verða svo fínn í veislunum á Íslandi !!

Get ready for bling-bling Hilmir !!!

2 Comments:

  • Diggi-loo Diggi-ley alla tittar på mej!
    Hann er alveg yndislegur þessi drengur ykkar. Ég vildi að ég gæti komið með ykkur í eins og eina fermingarveislu bara til að heyra í kellunum..."hva, akkuru er hann í silfurskóm??"

    Minn mætti alveg vera meira í bling-bling og minna í monsterspidermanofurmannaæði.

    Lóa

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:53 e.h.  

  • Hilmir er sérlegur smekkmaður þegar kemur að skótaui, finnst þetta algjört æði hjá drengnum ;-) Segi eins og Lóa, væri alveg til í heyra í kellunum...

    By Blogger Unknown, at 11:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home