Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 apríl 2008

"BMVoffinn sagði bang!"

Þetta er útgáfa Hilmis af árekstrinum; Að BMVoffinn hafi komið að okkar bíl og sagt Bang. Að Hilmir hafi orðið ledsen (leiður). Og svo hafi brunabílinn komið.
Ekkert mikið flóknara en svo.

Við erum annars öll að skríða saman. Stirðu foreldrarnir að rétta úr sér og Hilmir orðin sáttur við "nýja Ford bílinn okkar" (Ford Fiesta bílaleigubíll). Höfum ekkert heyrt enn frá tryggingarfélaginu um hvort þeir ætli að leggja útí það stórverk að láta laga bílinn. Samkvæmt verkstæðinu er það allt að þriggja vikna verkefni... og guð veit hversu há upphæðin yrði.

Annars er sumarið komið til Svíþjóðar. Hef geta setið úti á svölum að læra undanfarna daga (og nei... ekki í flíspeysu... það er bara í góða veðrinu heima ;)) og Hilmir kuldagallafrelsinu fegin. Núna er það bara keps (derhúfa) og strigaskór sem gilda.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home