Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 apríl 2008

Klósettfrásögn

Ok... ég hef (sem betur fer) ekki oft verið að færa fréttir af því sem Hilmir skilar af sér... eða hvernig hann gerir það.
En nú bara verð ég !
Um helgina kviknaði semsagt áhuginn fyrir klósettferðum. Ábyggilega vegna þess að Eiki vinur hans notaði útiklósett útí skóglendi. Mjög spennandi staðsetning en minna spennandi fyrir mömmu Eika sem þverneitaði að leyfa þeim að grandskoða grútskítugt útiklóið. Eiki vinur er semsagt svo háþróaður að hann notar helst bara kló þó hann sé útbúin prýðilegum tækjum til að létta á sér útí næsta runna ;)
Hilmir er sumsagt ekki jafn háþróaður.
Það voru margar klósettferðir hérna heima eftir þetta útiklódæmi og Hilmir var komin með prýðilega tækni sem fólst í notkun palls til að hann næði sjálfur að koma sér á setuna.
Um kvöldmatarleytið á sunnudaginn er hann að ærslast einn frammí stofu meðan ég var að elda. Skyndilega heyrði ég ekki í honum lengur og fór náttlega beinustu leið inná kló til að sjá hvort hann þyrfti einhverja aðstoð. Á leiðinni inn heyri ég sprænuhljóð en í sömu andrá sé ég að Hilmir er ekki á sjálfu klósettinu og þá líklega vegna þess að pallurinn góði var inná hinu baðherberginu.
Hilmir stendur hinsvegar sigri hrósandi við ruslafötuna. Búin að taka af henni lokið og bendir hróðugur oní; "pissa!"
Hann bjargaði sér bara svona vel þegar hann fann ekki pallinn ;)
Gat að sjálfsögðu ekki skammað hann..... voða duglegur !

1 Comments:

  • MEGAkrúttlegur! :D thíhí

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home