Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 ágúst 2008

Fimur leikfimisstrákur

Loksins er Hilmir orðin nógu gamall til að fara í skipulagða hóptíma eins og dans, balett og leikfimi. Flestallt framboð miðar við að börnin séu lágmark 3gja ára.
Vorum alveg harðákveðin í að leyfa honum að fara í danstíma, skráðum hann og svo átti fyrsti tíminn að vera í dag.... en en.... það voru víst ekki nógu margir í hópnum svo það var fellt niður. Sem plástur á sárin var leikfimi í boði á sama stað (www.piggabarn.se).

Ætli fólk sé virkilega feimið við að senda börnin sín í dans ? Kannski þetta sé hverfisbundið. Í okkar hverfi er helst í boði magadans fyrir börn ! Sé alveg Hilmi fyrir mér í magadansbúningnum sínum frá Tyrklandi. Og já. Já við keyptum handa honum svoleiðis búning. Allar litlu stelpurnar í Tyrklandi voru í svona og hann leið vítiskvalir á hverjum degi við að fá ekki eins. Suðaði og suðaði. Fengum að heyra "snääälllaaaa" ótt og títt. Á endanum sprakk Ingó. Gafst upp og rauk inn í næstu búð og keypti bláan búning. Skárra en bleikt að hans mati. Hilmir búin að vera alsæll síðan þá.

En hann fer ekki í barnamagadansnámskeið fyrr en í harðbakkann slær. Látum leikfimina þarnæsta hverfi nægja í bili þartil dansinn kemst aftur á dagskrá. Hann var annars alveg voðalega ánægður með þennan fyrsta tíma í dag. Ingó fékk að sitja frammi og fylgjast með honum í gegnum glergluggann á salnum. Hilmir hljóp um, fór í kollhnís og hoppaði á stökkbrettinu einsog óður væri. Sofnaði svo vær og sæll eldsnemma í kvöld ;)

Ég verð að ljúka þessu innleggi með því að segja frá hvað ég fékk að heyra TVISVAR í dag. Það var sko nebblega flóamarkaður í hverfinu í dag og ég strunsaði út með alla skóna sem Hilmir er vaxin uppúr til að reyna að losna við þá fyrir smá pening.
Og tvisvar heyrði ég frá sitthvori manneskjunni; "eru þessir skór á strák eða stelpu". Umræddir skór voru annarsvegar brúnir og hinsvegar rauð-og hvítköflóttir. Are you kidding me ?! Eru fæturnir mismunandi á strákum og stelpum ?! Seriously ? Ef fólk sér ekki mun er það ekki þá bara að segja allt sem segja þarf ?

1 Comments:

  • En skemmtilegt, ég hef einmitt hlakkað til þess sama, þ.e. að það séu einhver námskeið í boði fyrir Emilíu sem hún hefur gaman af. Erum nú búin að skrá hana í íþróttanámskeið hjá Fram og sundnámskeið fyrir haustið. Svo er að sjá hvernig henni líkar!
    Puss o. kram,
    Í

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home