Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

05 september 2008

Látum okkur ekki leiðast... förum í bátsferð !

Seinustu helgi fórum við í smá ævintýraferð og skelltum okkur í sólarhrings bátsferð til Åbo. Reyndar sáum við aldrei Åbo né heldur Mariehamn (sem báturinn þó vissulega stoppaði við á í bakaleiðinni) því stoppin voru bara til að sækja/skila farþegum þaðan. Þetta var nefnilega svona tilboðsferð sem við gripum í því skyni að "prufukeyra" nýtt lúxusfleygi að nafni Galaxy. Borguðum þarna einhvern 300 kall samtals fyrir káetu með morgunmat.
Hilmi fannst þetta náttlega alveg óheyrilega gaman (hverjum þykir ekki gaman að fara í risabát?!) og ekki lítið spennandi að klifra upp og niður úr kojunum í káetunni okkar. Það var þarna allt til alls; 5 barir og 2 diskótek (veeeeiii), taxfree (nammi, áfengi og sígarettur ? veeeeiiii eða þannig) og ófáir veitingastaðir að ónefndu boltalandi sem Hilmir marg marg marg prufukeyrði.
Það mest típíska gerðist 2 tímum áður en við áttum að fara um borð; Hilmir fékk hita og slappaðist með hverri mínútunni sem leið. Ekki dóum við þá ráðalaus heldur bara brunuðum útí apótek, stíluðum drenginn útí vegakanti þarna einhverstaðar úti við höfn og örkuðum galvösk um borð. Hann hresstist sem betur fer af stílunum og þegar báturinn lagði við í Stokkhólmi daginn eftir var einsog ekkert hefði gerst.


Þetta (sjá mynd) er by the way Hilmir að "vera sætur". Alveg svakalega eðlilega sætur. Fallegt.
*hóst*
Hann er allavega ekki með æfða myndavélabros mömmu sinnar í genunum.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • haha! þetta er alveg meiriháttar svipur :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home