Ævintýraferð dagsins: Fjäderholmarna
Alveg prýðisfínn dagur enda er svo fallegt á Fjäderholmarna. Náðum okkur í nesti (brauð handa okkur, pasta handa Hilmi) í bakaríi á leiðinni, fengum fyllt á kaffibrúsann og sátum svo þarna í guðsgrænni náttúrunni og mauluðum á fengnum okkar.
Það var lokadagur sumartímabilsins þarna í dag svo við vorum ein af fáum fjölskyldum sem lögðum í þetta litla ferðalag útá hólmann. Dáldið extra næs að þurfa ekki að vera í neinni mannþröng, klettirnir voru okkar einkaeign eiginlega ;)
Það eru víst einhverjar sjóræningjasögur tengdar Fjäderholmarna svo í versluninni á staðnum var meðal annars hægt að næla sér í svona lepp og sjóræningjahatt. Fór Ingó bara alveg ágætlega.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home