Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 september 2008

Ævintýraferð dagsins: Fjäderholmarna


Gerðum smá "utflykt" í dag. Lögðum af stað snemma í morgun og notuðum flestöll almenningsfarartæki sem til eru í Stokkhólmi. Fyrst í tunnelbana, svo bát útá Fjäderholmarna og svo heim aftur með pendeltåg eftir að hafa gengið gegnum gamla bæinn. Ekki leiðinlegt fyrir Hilmi að fá að lestast svona mikið.
Alveg prýðisfínn dagur enda er svo fallegt á Fjäderholmarna. Náðum okkur í nesti (brauð handa okkur, pasta handa Hilmi) í bakaríi á leiðinni, fengum fyllt á kaffibrúsann og sátum svo þarna í guðsgrænni náttúrunni og mauluðum á fengnum okkar.


Það var lokadagur sumartímabilsins þarna í dag svo við vorum ein af fáum fjölskyldum sem lögðum í þetta litla ferðalag útá hólmann. Dáldið extra næs að þurfa ekki að vera í neinni mannþröng, klettirnir voru okkar einkaeign eiginlega ;)

Það eru víst einhverjar sjóræningjasögur tengdar Fjäderholmarna svo í versluninni á staðnum var meðal annars hægt að næla sér í svona lepp og sjóræningjahatt. Fór Ingó bara alveg ágætlega.....

Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home