Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

15 september 2008

Umhyggjusemi

Í gærkvöldi lá ég á stofugólfinu í einhverju þreytukóma, nýbúin að láta Ingó braka í bakinu á mér og Hilmir tók svo við verkum; settist á mjóbakið á mér og fór að hnoða af miklu mætti.
Eftir smá stund tók hann eftir því að ég lá bara þarna kjurr með lokuð augun. Þá kom hann, umhyggjusemin uppmáluð og eftirfarandi umræða fór í gang;

- mammaaaaa... hvað er að ? (og strauk hárið af andlitinu svo hann gæti séð framaní mig)
ég- æjh, ég er bara dálítið þreytt
hann - ókei... viltu koma og mysa ? (mysa er að kúra, hafa það notalegt etc) Viltu kannski koma og mýsa með MÉR ? Viltu koma og mysa í stóra rúminu ?!
Hann setti þetta svo vel upp að ég stóðst ekki mátið og við drösluðumst saman uppí rúm þarsem við mystum og hnoðuðumst í lengri tíma.

Stundum veit hann akkúrat á hverju maður þarf að halda !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home