Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 október 2008

Amma kom og amma fór - myndir á leið

Amman nátturulega löngu komin og farin aftur. Sorg á heimilinu enda fannst okkur öllum voða gott að fá smá extra ömmu/mömmu/tengdamömmuathygli.
Hilmi fannst mest stuð þegar amman sótti hann á leikskólann og hljóp alltaf beint í fangið á henni til að fá risaknús. Hún fékk svo að fylgja með í laugardagsleikfimina og hann neitaði svo að hleypa henni útúr salnum aftur ! Amman er semsagt nú orðin sérfræðingur í hvernig maður á að hoppa einsog froskur og búa til rigningu með bláu laki.

Á sunnudeginum fórum við svo öll sama í brunch á Villa Källhagen. Alltaf jafn kósí að fara þangað og Hilmir hagaði sér furðu vel miðað við að þetta væri í miðjum "hvíldartíma" hjá honum. Hann er nefnilega svo nýlega hættur að sofa á daginn að hann verður eiginlega að hafa rólega stund um hádegisbil. Í leikskólanum fá allir að liggja á dýnum, hlusta á sögu eða tónlist og slaka á án þess þó að sofna. Þurfum að finna einhvað álíka til að gera hérna heima.

Því miður var myndavélin hennar ömmu/mömmu sú eina sem var á lofti þessa heimsóknardaga svo ég bíð bara eftir að fá myndaemail svo ég geti birt hérna á blogginu *hint hint*.

Annars er allt með kyrrum kjörum hér hjá okkur. Framundan er helgin með tilheyrandi aktívítetum. Á sunnudaginn erum við að fara í alvöru svenskt matarboð til leikskólafélaga Hilmis og foreldra hans. Svo er bara að vona að það fari ekki að rigna um helgina svo við getum farið á loppis á Överjärva gård, kíkja í Mulle Meck lekparkinn... já og svo þurfum við að gera smá stopp í Ikea... og kannski á barnabíó... og svo þarf ég að læra undir próf...

*Dæs* Kyrrð og ró hvað ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home