Götan here we come !
Við erum að fara í enn eitt fjölskyldumíníferðalagið en nú stefnum við á Gautaborg ! Verðum þar frá föstudegi til sunnudags og ferðumst uppá klassíska góða lestarmátann. Hilmir varð yfir sig ánægður þegar við útskýrðum að við værum að fara í langa lestarferð en hann er alveg óheyrilega áhugasamur um strætisvagna, flugvélar, rútur og já... lestir. Kann meira að segja muninn á tunnelbanalestum og svo pendeltåg. Hann þarf nefnilega alltaf að vita hvað lestirnar "heita".
Hilmir varð svo enn ánægðari þegar við sögðum frá veislunni sem okkur væri boðið í þarna í Gautaborg. Fór strax að planera outfittið (kjóll og blingskór) en samþykkti svo að lokum að vera bara í fínum buxum, skyrtu... já og blingskóm ofcourse. Erum sko að fara í brúðkaup þarna í Gautaborg og náum að nýta ferðalagið með smá fjölskylduheimsókn sem verður mjög gaman því þar hittast lítil frændsystkin í fyrsta sinn.
Kem með myndir og nánari report eftir helgina ;)
Hilmir varð svo enn ánægðari þegar við sögðum frá veislunni sem okkur væri boðið í þarna í Gautaborg. Fór strax að planera outfittið (kjóll og blingskór) en samþykkti svo að lokum að vera bara í fínum buxum, skyrtu... já og blingskóm ofcourse. Erum sko að fara í brúðkaup þarna í Gautaborg og náum að nýta ferðalagið með smá fjölskylduheimsókn sem verður mjög gaman því þar hittast lítil frændsystkin í fyrsta sinn.
Kem með myndir og nánari report eftir helgina ;)
1 Comments:
góða ferð og hafið það gott í gautaborg! :)
By
Nafnlaus, at 10:28 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home