Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

09 október 2008

Gautaborgarhelgin okkar í myndum


Gautaborg hefur nú verið sótt heim af okkur, og það í rigningu og roki. Við skemmtum okkur nú samt alveg ágætlega og staðfestum það að það er gaman að ferðast... en alltaf jafn gott að koma heim aftur ;)

Lestarferðirnar fram og tilbaka (3 tímar hvora leiðina) gengu alveg óheyrilega vel og það átti vel við Hilmi að geta gengið milli vagna, skoðað útum gluggann og fara reglulega í veitingavagninn að sækja sér einhvað að narta í.

Á föstudagskvöldinu fórum við í heimsókn til Hönnu Soffíu, systur Ingó, og hennar fjölskyldu. Þau frændsystkinin Zoe og Hilmir fengu fimm stjörnu krakkamat því það vill svo heppilega til að heimilisfaðirinn er matreiðslumaður með meiru. Við fullorðna fólkið fengum dýrindis "skaldjursfest" sem samanstóð af haug af rækjum, humri og kräftum. Smá föndur með matinn að plokka allt saman en alveg þess virði. Bara gott.


Einn fjölskyldumeðlimurinn var svo fjórfættur, svartur og riiiiisastór hundur af tegundinni Stóri Dani. Í Hilmis augum var hann svipað stór og hestur. En hann var voða blíður og barngóður svo eftir smástund var Hilmir alveg búin að sætta sig við hann og vel það. Enda mikið til af hundinum til að klappa !

Eftir gott föstudagskvöld fórum við svo í íbúðina okkar sem við höfðum leigt yfir helgina. Munar miklu að geta látið fara vel um sig og þurfa ekkert að pukrast inná einhverju hótelherbergi.

Allur laugardagurinn fór í brúðkaupsvígslu og veislu eftirá hjá Sólveigu móðursystur Ingó og hennar Hasse. Fengum þar bæði hangikjöt, Nóa konfekt og stóran skammt af tónlist, söng og dansi. Hilmir dansaði nú held ég manna mest enda komst hann í smá fjársjóðskistu af prinsessufötum svo hann eyddi seinustu klukkutímunum í hvítum pallíettukjól, glimmerskóm með kórónu og bleikan fjaðraskrúð. Skelli örugglega myndum af því hingað inn seinna.


Á sunnudeginum fórum við svo í Universum í Gautaborg áður en við lestuðumst svo heim. Hilmi fannst mest gaman að skoða snáka og orma en hákarlinn og vinir hans komu nú samt sterkir inn líka.


















Hérna er svo ein töffaramynd í lokin bara svona til að sanna það að Hilmir gengur ekki stöðugt um í bleikum prinsessufötum.... hann er sko líka flottur rokkari ;)
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Hann er náttla bara alltaf laaaaangflottastur :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home