Gleðileg jól !!
Hann var alveg sérstaklega flottur í jólafötunum sínum sem var skotapils (sem amman saumaði) með tilheyrandi sokkum. Á eftir að vera flottasti strákurinn á öllu jólaballinu ! Jólaball Íslendingafélagsins er nefnilega á morgun og þá fær Hilmir að hitta alíslenskan jólasvein... ekkert sænskt kókakólajólsveinarugl ;)
Á annan í jólum ætlum við svo að fara í jólasiglingu til Helsinki með afanum og ömmunni. Jólahlaðborð og huggulegheit um borð.
Við getum kannski notað tækifærið hér og þakkað fyrir drenginn okkar ? Hann fékk sko alveg met-magn af pökkum, hver öðrum innihaldsríkari. Sérstaklega gaman að því hvað voru mikið af íslenskum DVD myndum og bókum. Við erum fegin öllu sem getur auðgað íslenskuna hans.
1 Comments:
gleðileg jól fallega fjölskylda! :) Ég vill samt fá mynd af Hilmi þar sem hann er standandi í jólafötunum, svo skotapilsið fái að njóta sín :)
kv. Sara
By
Nafnlaus, at 7:24 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home