Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 desember 2008

Gleðileg jól !!

Jólin komu til okkar í gær einsog vera ber. Áttum yndislega kvöldstund í fjölskyldufaðmi og Hilmir naut þess að fá afa- og ömmu athygli.
Hann var alveg sérstaklega flottur í jólafötunum sínum sem var skotapils (sem amman saumaði) með tilheyrandi sokkum. Á eftir að vera flottasti strákurinn á öllu jólaballinu ! Jólaball Íslendingafélagsins er nefnilega á morgun og þá fær Hilmir að hitta alíslenskan jólasvein... ekkert sænskt kókakólajólsveinarugl ;)

Á annan í jólum ætlum við svo að fara í jólasiglingu til Helsinki með afanum og ömmunni. Jólahlaðborð og huggulegheit um borð.

Við getum kannski notað tækifærið hér og þakkað fyrir drenginn okkar ? Hann fékk sko alveg met-magn af pökkum, hver öðrum innihaldsríkari. Sérstaklega gaman að því hvað voru mikið af íslenskum DVD myndum og bókum. Við erum fegin öllu sem getur auðgað íslenskuna hans.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • gleðileg jól fallega fjölskylda! :) Ég vill samt fá mynd af Hilmi þar sem hann er standandi í jólafötunum, svo skotapilsið fái að njóta sín :)
    kv. Sara

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home