Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 desember 2008

Jólakort ársins: kjúklingar í Malawi



Eins og kannski einhverjir tóku eftir sendum við engin jólakort þetta árið. Leikum frekar sama leik og í fyrra þar sem við styrktum gott málefni í staðinn fyrir að kaupa kort og frímerki.

Núna urðu kjúklingar fyrir valinu ! Þeir voru keyptir gegnum www.actionaid.se sem sér um að versla þá og færa konum í þorpi einu í Malawi. Þar verða litlu kjúllarnir að stórum hænum sem geta verpt eggjum og nýtast þannig á margvíslegan hátt.

Við erum samt alveg voðalega þakklát fyrir öll kortin sem okkur hafa borist og þökkum kærlega fyrir okkur. Svo gaman að fá litla eða langa línu... og jafnvel með mynd af litlu gullmolum þess sem senda jólakveðjuna. Stefnum svo á að taka upp jólakortaskrif aftur á næsta ári !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home