Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

10 júní 2009

Allt er gott sem vel er vængjað

Þegar einum fasa eða tímabili lýkur tekur annað við. Þetta erum við búin að komast að og sannreyna margoft á undanförnum mánuðum og árum. Hversu furðulegt sem æðið er verður að virða það og gefa honum tækifæri til að rækta það.
Stundum... þá er það bara dáldið erfitt.
Einsog núna.
Núna er það sjónvarpsþátturinn Winx Club á Nikolodeon. Hann getur horft á sama þáttinn mörghundruð sinnum í röð (ef hann fengi tækifæri til þess). Það versta sem maður getur gert er að horfa á þetta með honum. Fæ eiginlega bjánahroll strax eftir 2 mínútur. Gullkorn einsog "ég ætla að útrýma þér með samansöfnuðum krafti mínum!" geta fest sig inní minnið hjá manni og ekki farið þaðan í fleiri fleiri daga. Svo finnst litla femenístanum inní mér að þetta sé algjör móðgun við kvennímyndina, allar aðalpersónurnar eru einsog barbídúkkur í magabolum, 2gja metra langar lappir og óeðlilega stór brjóst miðað við að þær eigi að vera á unglingsaldri.

En þetta elskar hann og dýrkar.
Svo mikið að hann vaknar á morgnana og segir "Mamma... ég vil verða ALVÖRU älva (álfastúlka)". Og svo hleypur hann um með áföstu bleiku glimmervængina sína... svona þartil óskin um að verða alvöru álfur rætist.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home