Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

31 júlí 2009

Legið á hleri

Hilmir er með heimsókn. Stórvinur hans af leikskólanum og næstum-því-nágranni hann G. er í heimsókn. Við foreldrarnir sitjum frammí stofu og liggjum alveg óvart á hleri, flissandi yfir samtölunum sem eiga sér stað þarna inní herberginu.

Hilmir reyndi lengi og vel að fá G. til að leika með sér í Barbí. Án árangurs.
Svo stakk Hilmir uppá að þeir fengju lánaðan kíkirinn hans pabba síns og horfa útum gluggann. Það vakti stormandi lukku í 2 mínútur slétt.
Þegar G. stakk uppá að þeir myndu leika "hárgreiðslumann" gerðum við okkur ferð framhjá herberginu til að gera statustékk. Síðast þegar G. lék þennan leik á leikskólanum þurfti að snoða drenginn sem lenti í að vera kúnninn. 3 fallegir skallablettir prýddu höfuð hans, það gleymdist nefnilega að afvopna börnin af skærum sem höfðu verið í notkun eftir föndurstund ;)
Engin skæri voru í sjónmáli inní herberginu hans Hilmis svo við létum þá vera.

Svo hófst metingur um hvor þeirra fengi að horfa á Spidermanmyndir. Þeir komu fram til að láta okkur fullorðna fólkið staðfesta muninn á bíómyndum sem væru bannaðar börnum og svo teiknimyndum sem væri í lagi að horfa á.

Núna eru þeir að leika "hundur og manneskja". Titillinn útskýrir væntanlega hvað er í gangi í þeim leik....

Við erum með backup-plan sem fer í framkvæmd eftir cirka 10 mín.
Íspinnar í frystinum.
Klikkar aldrei.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home