Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 ágúst 2009

Afmælisundirbúningurinn hafin


Það styttist í stórafmæli. 4 ára stórafmæli. Eru ekki annars öll afmæli frammað 11 ára "stórafmæli" sem verðskulda tilheyrandi veisluhöld ?

Í gær deildum við út boðskortum. Leikskólafélögum boðið. Hilmir vildi bjóða ÖLLUM en ég dróg línuna við að ég yrði að þekkja mömmu barnsins. Vissulega teygjanlegt hugtak en minnkar hópinn úr 40 boðsgestum niður í 8. Passlegt það.

Hilmir benti á mynd á forsíðu glanstímaritsins "Elle Mat & Vin" og pantaði sér súkkulaðiköku með jarðaberjum og rjóma í afmælisveisluna sína (sjá mynd). Mér er það ekki ofaukið nema síður sé svo í næstu viku hefst bakstursundirbúningurinn.

Óskalistinn inniheldur allt sem við kemur hinni nýfimmtugu, klassísku og hábeinfættu fröken Barbie. Gjarna með ljóst hár og í glimmerprinsessukjól. Svo já, hlaupahjólið sem við ætluðum að gefa honum í afmælisgjöf bíður bara til jóla og víkur fyrir þessari ljóshærðu ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home