Verkefni helgarinnar
Hilmir fékk að sjálfsögðu að velja litinn og benti með harðákveðnum svip á bleikasta bleika litinn á sýnishornaveggnum í búðinni.
Svo hófst verkið með aðstoð ungherrans. Hann stóð sig reyndar ágætlega en að vinna við hliðina á spenntum bleikglöðum bráðum 4ra ára dreng er eins og að vinna við hliðina á tímasprengju. "Ekki dýfa penslinum svona djúpt oní!" var vinsælasta setning dagsins.
En stollt vorum við mæðgin daginn eftir þegar allt var þornað og húsgögnin fengu að fara aftur inní herbergið :)
1 Comments:
Bara alveg sá litur sem ég myndi velja;)
AmmaÞ
By
Nafnlaus, at 10:24 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home