Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 ágúst 2009

Veikindi í þriðja veldi

Hilmir lítur út einsog hann sé með unglingabólur af verstu gerð. Sérstaklega slæmur í andlitinu og ekki skánar það ef mar lyftir upp bolnum og kíkir á mallakútinn.
Ekki nóg með að hann sé með sínar venjubundnu frauðvörtur heldur bættist ofan á það svokölluð kossageit (svinkoppor) sem lýsir sér einsog bólur sem verða fljótlega að sári. Við vorum hjá barnalækni með hann í gær til að tala um bakflæðið og að prófa ný lyf gegn því, og þá tók hún eftir þessum bólum. Staðfesti að þarna væri líklega á ferðinni þessi kossageit og að við ættum að bera á þær bakteríudrepandi krem svo þær fjölguðu sér ekki um of. Svo væri þetta smitandi og við ættum þess vegna að halda honum frá öðrum börnum.
Sagt og gjört.
En svo í morgun..... þá fór ég að kíkja á viðbætur næturinnar. Og haldiði ekki að ég hafi fundið á drengnum klassískar, gamlar og góðar, HLAUPABÓLUR!
Aumingja strákurinn okkar :(

Sem betur fer er hann ekki með hita ennþá. Og sem betur fer vorum við hvort eð er búin að plana rólega viku fyrst hann væri með kossageitina... og erum þar að auki öll í sumarfríi !

En það er ekki sjón að sjá hann blessaðan. Hann tekur andköf þegar hann kíkir á sjálfan sig í spegli..... "Ég er með svo margar bóóóólur!"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home