Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 september 2009

Skylduskoðun

Frá upphafi daga Hilmis hef ég samviskusamlega skráð inn allar skylduskoðanirnar á BVC (barnavårdcentralen)hérna á blogginu. Ekki má nú verða breyting þar á ;)

Við mæðgin örkuðum semsagt að hitta Charlottu barnahjúkku í hina skyldubundnu 4 ára skoðun. Þar var Hilmir látin skoða stafi á spjaldi (augnskoðun), hlusta eftir hljóðum í sérstöku headsetti (heyrnaskoðun), ganga eftir línu á gólfinu, þræða perlur á band, nefna liti á perlum, segja hversu margar perlur væru á borðinu og teikna bæði stafi og mynd handa barnahjúkkunni sem fylgdist vel með og hrósaði honum óspart.

Að sjálfsögðu brilleraði litla lukkutröllið okkar í þessu öllu saman og barnahjúkkan tók fram að hann væri.. einsog við öll vitum... "langt á undan jafnöldrum sínum í þroska og framförum". Gaman að fá að heyra og staðfest þarmeð að jafnvel þó hann eigi erfitt með að telja lengra en 4 án þess að ruglast þá á hann ekki í neinum vandræðum með að leggja saman og draga frá og "sér" lægri fjölda hluta (frá 1 og uppí 3) án þess að þurfa að telja hvern og einn fyrst.

Svo þegar hún bað hann að teikna "mannveru" þá tók hann það aðeins lengra og teiknaði handa henni þessa líka fínu stelpu með sítt hár, í bleikum bol, appelsínugulum buxum og skóm. Geri aðrir betur ;)

Í verðlaun fyrir dugnaðinn fékk hann sitt fyrsta tattoo. Fyrir valinu varð óskaplega fínt marglitað fiðrildi sem barnahjúkkann setti á framhandlegginn á honum svo hann gæti stolltur sýnt öllum leikskólavinum sínum í dag.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Og þetta allt vitum við fjölskyldan hanns fyrir lööööngu;)
    AmmaÞ

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home