Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 október 2009

Jólaundirbúningur í lok október

Hilmir er afar áhugasamur um þennan augljósa menningarmun sem er á íslandi og svíþjóð þegar kemur að jólasveinunum. Hann er með það alveg á hreinu að íslensku sveinarnir 13 heimsæki bara íslensk börn og að þau sænsku sitji þar með uppi með einn fátæklegan svein ... og engar skógjafir !

Það er augljóst að þetta verður jólasveinajólin miklu. Nú vill hann hafa þetta allt á hreinu og spyr endalausra spurninga sem oftast byrja á "afhverju", "hvenær", "hvernig" og "hversvegna". Við erum vel undirbúin þökk sé föðurömmunni sem var búin að koma til okkar bók um þá bræður 13 ásamt jólaóróunum frá Brian Pilkington sem sýnir þá hvern og einn. Ætlunin er að taka upp einn jólasveinaóróa á dag þegar skógjafatíðin byrjar svo hann geti nú fylgst með því hver sé að gefa honum hvað í skóinn.

Hann á samt voðalega erfitt með að skilja afhverju hann eigi að vera svona þægur "þegar jólasveinninn er að fylgjast með" þegar þeir sveinar sjálfir eru svona voðalega óþekkir ! Útskýringin er að sjálfsögðu sú að þeir séu vaxnir uppúr þessum prakkarastælum... svona að mestu leyti... og séu núna fyrirmyndar samfélagsþegnar sem taki að sér að halda börnum á mottunni í desembermánuði.
Er þaggi ?!

1 Comments:

  • ótrúlega heppinn hann að vera íslenskur ;) skil vel að hann sé ringlaður yfir að hann eigi að vera svona þægur þegar þeir eru það ekki! mega góð útskýring hjá þér :D

    By Anonymous Sara, at 9:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home