Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

14 október 2009

Að velja sér starfsgrein

Ingó spurði Hilmi um daginn hvað hann ætlaði sér að verða þegar hann yrði stór. Þessi spurning hefur ekki verið lögð fram áður svo það var vissulega spennandi að athuga hvert svarið yrði.
Hilmir hugsaði sig um vel og lengi og sagði svo með ákveðnum rómi; Kokkur !
Þegar hann var spurður að því hvað kokkar gerðu þá sagði hann að þeir löguðu mat og fengu að baka. Núna á undanförnum dögum hefur þetta starfsval þróast yfir í að hann ætlar sér að verða bakari.
Mér líst jafn vel á hvoru tveggja... hvað annað ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home