Von á góðu í janúar

Þetta er árviss viðburður hérna í Stokkhólmi og fyrstu árin eftir að við fluttum hingað fórum við með Elísu á þessa sýningu... alveg þartil hún varð skyndilega ofurstór unglingsstúlka og hætti að hafa jafn einlægilega gaman af þessu einsog þegar hún fór fyrst 8 ára gömul.
Nú er komið að litla brósanum hennar honum Hilmi. Þessum sem hefur óheyrilega einlægilega svakalega gaman af listskautasýningum, Disneyprinsessum og dramatík. Ég er viss um að þetta verði viðburður aldarinnar í hans augum. Slái jafnvel við komu litla systkinisins þarna nokkrum vikum seinna ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home