Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

03 nóvember 2009

Lok 6. mánaðar...

... og byrjun þess sjöunda og þar með er þriðji þriðjungurinn, lokaspretturinn sjálfur, að hefjast. Og þá lítur maður svona út (sjá mynd)! :)

Já litli bróðir stækkar og dafnar, og bumbuhylkið hans líka þar með. Allir típísku óléttukvillarnir sem fóru að hrjá mig á síðustu 2-3 vikum Hilmismeðgöngu eru mættir á staðinn nú þegar. Ljósmóðirin segir það eðlilegt og meðan það er ekki að hrjá mig ótæpilega mikið megi ég telja mig heppna. Flestir kvillarnir eru hvort sem er tengdir því hversu hratt ég geng (þ.e. strunsa) svo ég veit alveg hvernig ég á að sleppa því að vera með hlaupastíng og netta grindargliðnunarverki. Hinsvegar er frekar pirrandi að finnast stundum erfitt að anda en er ekki súrefni dáldið ofmetið ;)
Annars eru aðrar heilsufréttir ósköp jákvæðar. Blóðþrystingurinn er fínn, járnið orðið gott aftur (eftir 4ra vikna járntöflu skammt) og sykur sömuleiðis í jafnvægi í óléttukroppinum mínum.

Litli bróðir hreyfir sig sem mest hann má og þá sérstaklega þegar Hilmir spjallar eða syngur til hans og svo sparkar hann gjarnan hressilega í lófann á Ingó þegar hann ber kvöldkremið á stækkandi bumbuna. Annars er dáldið fyndið að segja frá því að honum er alveg afskaplega ílla við að láta hlusta á hjartsláttinn á sér með svona dopplertæki. Sparkar þá gjarnan beint uppí hljóðnemann og ljósmóðirin búin að gefast tvisvar upp á því að ná almennilegri mælingu á honum. Nógu hress hlýtur hann að vera fyrst hann getur miðað svona vel og látið óánægju sína í ljós.

Allt sem ég var búin að viða að mér barnadóts-tengt á eftir að koma sér vel núna. Ég get verið hin rólegasta á öllum vígstöðvum. Eina sem við eigum eftir að græja er barnabílstóll og nýr barnavagn en það verður látið bíða þartil eftir jólin væntanlega. Allavega ekki jafn mikið verkefni einsog þegar von var á Hilmi... og fegin er ég því nóg er um annað að hugsa á stækkandi heimili...
Posted by Picasa

1 Comments:

  • haha, þú náttla labbar ekkert eðlilega hratt! þannig að núna ertu líklega komin á svona meðalgönguhraða okkar hinna ;)

    By Anonymous Sara, at 4:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home