Litlabróðursfréttir
Litli bróðir er ekki enn búin að fatta hvernig heimurinn snýr og þrjóskast við að vera uppréttur í maganum. Kannski í mótmælaskyni við matarofneyslu hátíðardaganna. Ætti þá að vera viðvörunarmiði á Malt og Appelsín dósunum um að "börn gætu átt í hættu að snúa sér EKKI í fæðingarstellingu".
Er núna komin 36 vikur og lögum samkvæmt á hausinn að vera farin að bora sig niður í grind til að undirbúa fyrir komuna í heiminn.
Í næstu viku er búið að bóka mig í sónar til að tékka hvernig í málunum/maganum liggji og ef hann er ennþá uppávið verður reynt að snúa honum með handafli niður. Heppnast víst í 50% tilvika svo ég bið alla að krossa putta og tær og vonast til þess besta.
Annars gengum við frá öllu jólaskrautinu í gær, á þrettándanum. Pakkað samviskusamlega oní kassa og stungið samviskusamlega aftast í geymsluna okkar. Í sömu andrá tókum við samviskusamlega fram gamla smábarnadótið hans Hilmis; skiptiborðið, brjóstagjafapúðann, leikteppið og pínulitlu fötin ásamt því sem við erum búin að vera að sanka að okkur undanfarnar vikur; barnabílstól, burðarrúm og fleira smálegt úr Ikea og Babyproffsen.
Á komandi vikum ætlum við svo í rólegheitunum að skrúfa saman skiptiborðið og setja upp rimlarúmið í hjónaherbergið. Verður skrýtið að fá alla þessa hluti í notkun aftur.
Ég skila inn síðasta skólaskilaverkefninu á mánudaginn og mæti svo á síðasta fyrirlestur föstudaginn í sömu viku. Og svo er ég búin í bili ! Og sé frammá náðuga daga við að þvo föt, prjóna, hekla og sofa :)
1 Comments:
Bíðum spennt eftir að sjá strák.
AmmaÞv
By
Nafnlaus, at 11:47 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home